[ICELANDIC]
Stafrænn Hákon er jólabarn, það er staðreynd. Jólin árið 2010 eru ekki þar undanskilin. Stafrænn Hákon mun taka hátíðarhöldum þetta árið opnum örmum og heiðra unga sem aldna. Það sem meira er, Stafrænn Hákon hefur ákveðið að skvetta glussa yfir dýrð jólanna þetta árið og gefur út plötuna ”Glussajól” því til staðfestingar. Árið 2010 hefur verið annasamt hjá Stafrænum Hákoni. Upp má telja stuttan evróputúr snemma árs þar sem hjörtu evrópubúa voru kæld með vænri glussa innspýtingu. Fyrsta útgáfan var stuttskífan APRON EP sem seld var á tónleika ferð þeirri. Annars var stórplatan ”Sanitas” og 6 stór skífa Stafræns Hákons gefin út í Apríl af Kimi Records og Darla Records. Sanitas fékk lofsamlega dóma um víðan völl og eru meðlimir Stafræns Hákons afar ánægðir með það. Í kjölfarið skellti Stafrænn í gír og spilaði í sumargleði Kimi Records og fluttu oft Byko lagið sem var sérstaklega samið fyrir þá ferð við mikinn fögnuð viðstaddra. Airwaves hátíðin var tekin með trompi og spilað af hvílíkri áfergju með 8 meðlimi uppá sviði þar sem glussinn streymdi óhindrað. Það er því ekkert annað en rökrétt framhald hjá Stafrænum Hákoni að láta draum sinn rætast og gefa út sannkallaða jólaplötu þar sem þekkt lög eru sett í svokallaðan glussabúning og þeim smurt í hnausþykka glussahimnu. Skífan inniheldur 4 ný lög með íslenskuðum textum af Svani Magnús einlægan meðlim sveitarinnar Per:Segulsvið. Af 10 laga skífu má svo finna 6 önnur lög sem Stafrænn Hákon hefur dundað sér við að smíða fyrir hin ýmsu jól allt frá árinu 2004. Nú hefur glussakerfið verið fullmótað og allar leiðslur á sínum stað og því óskar Stafrænn Hákon þér gleðilegra glussajóla.
Gleðileg Glussajól!
Jólalagaafurð Stafræns Hákons mun veita þér unaðstilfinningu, ekki ósvipaðri tilfinningu þeirri er smyrsli er borið varlega á ökkla rauðhærðs unglings. Stafrænn Hákon óskar þér gleðilegra glussajóla og mega hann streyma dátt um þrútnar glussaleiðslur yðar! Daniel Lovegrove AKA Unstatuesque söng í White Christmas og Do they know it´s christmas ásamt því að endurskapa og smíða White Christmas og Merry Christmas Mr.Lawrence. Ólafur Josephsson spilaði og söng restina af glussanum. Teikningar og hönnun: Árni Þór Árnason Svanur Magnús úr Per:Segulsvið: Textagerð á lögunum Glussajól, Glussabarn og Glussasnjór. Magnús Freyr Gíslason söng Hátíðarskap, White Christmas og Heima um Jólin. 2010 Vogor Recordings Takk: Dan, Maggi, Árni, Svanur Magnús, Kimi & Brak, Balli Esra & Kristján, Per:Segulsvið
Glussajól
Glussabarn
Glussasnjór
Last Christmas II
Hátíðarskap
Heima um Jólin
White Christmas
Merry Christmas Mr. Lawrence
Do they know it´s christmas?
Last Christmas I
Glussanótt (bonus)
Glussahátið (bonus)
Glussi Allsstaðar (bonus)
Glussaskap (bonus)