CLOSE {X}

Per:Segulsvið

Jól á brúsa

December 13, 2020

Jól á brúsa
FULL IMG >
Choose your preferred streaming service

Information

Jólin eru tími ást og friðar, það veit Per. Per hefur kosið að fagna aðventunni með því að deila úr brúsa sínum. Úr brúsa Per: Segulsviðs þrýstast út hlutir er tengjast gjarnan aðventunni. Brúsi Pers varðveitir gjörvöll jólin.

Hljóðfæraleikur:

Árni Þór Árnason: Teikningar og Bassaleikur
Lárus Sigurðsson: Rafgítar skraut
Ólafur Josephsson: Söngur, trommur, kassagítar, hljómborð
Svanur Magnús: Texti og upphafstal

Tracklist

Lyrics

TEXTI

Haukur minn! Myndirðu koma og hjálpa mér aðeins vinur. Ég er í smá vandræðum með jólabrúsann. Ventillinn virðist eitthvað stífur. Lommér að sjá, já já, nú held ég þetta sé komið. Ég náði að mýkja ventilinn aðeins. Jæja strákar. Nú opna ég á brúsann maður. Stígðu aðeins frá Arnar minn, þú vilt ekki fá kalkúnskip í augað ástin. Jæja, allir tilbúnir. Nú sprautast þau út maður! Hæ hæ! Nú sprautast út jólin.

Með ventils-vísifingri, ég úða skraut´og glingri
Út þrýstist jóladúkur, blágrenitré og rjúpur
ilmandi greninálar, svo kætast kardinálar
Því að í einum hvelli, það sprautast út jól

Nú sprautast út, aðventuljósin mild
Nú sprautast út, bróderuð dýrlingamynd
Nú sprautast út, keramik jólakind
Það sprautast út, það sprautast út jól

Enn jólabrúsinn dansar, glitrandi skart og kransar
Úr úðabrúsa rennur, gyllt jólaskraut og spennur
Prestur í mittisjakka, glussi á jólatjakka.
Allthreint í einum hvelli ... það sprautast út jól

Nú sprautast út ... Músastigar að vild
Nú sprautast út ... jólastjarna sígild
Nú sprautast út ... Ilmandi sumargotsíld
Það sprautast út ... Það sprautast jól

Ekkert í brúsann vantar, jólaöl einhver pantar
Út streymir kaldur safi, aðventuorkugjafi
Glasseruð kalkúnaspjót, Orabaunafljót
Allthreint í einum hvelli, það sprautast út jól

REVIEWS