CLOSE {X}

Haugar

Soðkaffi

November 30, 2020

Soðkaffi
FULL IMG >
Choose your preferred streaming service

Information

Það var í óktóber síðastliðnum að hljómsveitin Haugar gaf út lagið „Skinn snertir skinn” við töluverðan fögnuð indíhunda af öllum kynjum.

Síðan þá hefur mikið covid runnið til sjávar en rokkið rígheldur Haugum og knýr þá til að gefa út meira. Afraksturinn er slabbsmellurinn „Soðkaffi.” Í laginu kemur seiðkarl við sögu sem og torfærur tilhugalífsins. Hlustendur geta gert ráð fyrir þotugítar, effektamalbikun, urrandi bassa, stórum trommum og angurværum söng sem svífur yfir háværri súpunni sem komin er á fössandi suðu áður en yfir líkur.

Hauga skipa:
Árni sem spilar á gítar og sér fyrir grafíska hlutanum, Birkir sem trommar, Markús sem syngur með sjálfum sér og orti textann, Ólafur sem spilar á gítar og bassa og snýr tökkum, ýtir sleðum og Örn sem spilar á gítar og tengir snúrur.

Hljóðjafnað í Sonelab af Justin Pizzoferrato.

Tracklist

Soðkaffi

Lyrics

Töluvert síðan ég grét
töluvert langt síðan ég lét þig
alveg í friði, alveg friði

Þó svo ég fari
niður þennan grjótmulning og
hati þetta svæði
þá kem ég á hverju sumri

ég set upp tjaldiði myrkri
sé svo morguninn eftir að ég
tjaldaði auðvitað í mýri
vakna votur og vesæll

en hugga mig, með soðkaffi, með soðkaffi
styrki mig, hjá seiðkarli

ég hugga mig, með soðkaffi, með soðkaffi
styrki mig hjá seiðkarli
hjá seiðkarlinum góða 

-----------

krei krei greyið fór í tófuna
tók alla þessa byrði beint í skrúfuna
sér ekki eftir neinu nema nóttunum,  án þín
sér ekki eftir neinu nema dögunum, án þín

krei krei greyið fast í holunni
grefur dýpra og dýpra eftir golunni

sér ekki eftir neinu, 
sér ekki eftir neinu 

skildi skikkjuna eftir,
stefndi á sigdalinn
niður að viskunni
tók kaðalinn með

ég raða ruslinu í kringum mig
reyni að finna mynstur
týni til það besta
kveiki svo í 

ég dreifi ruslinu í kringum mig
reyni að finna mynstur
týni til það besta
kveiki svo í 

þú ert ég
eftir að ég hitti þig
spegillinn brotinn 
sjö ár af sjálfum mér

þú ert ég
eftir að ég hitti þig
spegillinn brotinn 
sjö ár af sjálfum mér


REVIEWS